Samstarf

Heimsendur bröns Pure Deli slær í gegn

Pure Deli kynnir

Bröns heim að dyrum nýtur mikilla vinsælda. Fyrirtæki senda heimavinnnandi starfsmönnum bröns og vinir og ættingjar gleðja hvert annað með sendingu

„Við byrjuðum á þessu í fyrstu bylgjunni í faraldrinum. Þá vorum við að senda bröns út um allan bæ fyrir fólk sem vildi gleðja hvert annað. Það sló algjörlega í gegn og við að vorum að sendast á allt að 100 heimili suma dagana! Það var ótrúlega gaman að sjá gleðina í andlitum fólks þegar maður mætti með brönsinn til þeirra og það vissi ekkert hver væri að senda,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, eigandi Pure Deli.

Og ekkert lát er á brönssendingunum. Vinnustaðir hafa tekið þjónustunni fagnandi og senda nú bröns heim til starfsfólks  í gríð og erg.

„Við bjóðum fyrirtækjum að panta hjá okkur bröns alla daga vikunnar og senda heim til starfsfólks eða fá sent í vinnuna. Vinnuveitendur vilja gera fólki glaðan dag sem er kannski búið að vinna heima svo vikum skiptir. Við erum að sendast með brönsa um allan bæ og þakklætið og gleðin hjá fólki þegar við mætum er ótrúleg,“ segir Jón. Þá sé heimsendur glaðningur sniðug lausn þegar ekki er hægt að koma saman í hefðbundnar veislur á aðventunni.

„Eins og staðan er núna er fólk ekki að mæta í fjölmenn jólahlaðborð og þá er þetta alveg frábær hugmynd til að gleðja. Núna er aðventan að ganga í garð og við þurfum öll að muna að vera góð við hvort annað því við höfum aldrei þurft eins mikið á því að halda og akkúrat núna.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.