Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 18:31 Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert. WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert.
WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira