Viðskipti erlent

Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vonir um bóluefni gegn kórónuveirunni blása  fjárfestum von í brjóst. 
Vonir um bóluefni gegn kórónuveirunni blása  fjárfestum von í brjóst.  Takashi Aoyama/Getty Images

Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina en bjartsýnin þar eystra er sögð skýrast af jákvæðum fregnum af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni auk þess sem efnahagstölur Kína og Japan líta vel út um þessar mundir.

Hækkanir urðu í öllum geirum og er búist við að svipaðra áhrifa muni gæta á mörkuðum í Evrópu og vestanhafs þegar líður á daginn. Sérfræðingur segir í samtali við Reuters fréttaveitunna að fjárfestar hafi síðustu mánuði haldið að sér höndum og því hafi mikið fé safnast saman. Þegar vonarglæta á borð við bóluefni líti dagsins ljós, keppist menn við að fjárfesta.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,03
121
394.913
EIM
1,72
19
347.571
LEQ
1,6
1
148
MAREL
1,06
34
592.189
HAGA
0,52
7
181.157

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-0,82
7
18.388
KVIKA
-0,57
12
232.433
BRIM
-0,54
7
62.836
SKEL
-0,5
1
495
VIS
-0,35
7
47.982
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.