Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2020 22:32 Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk í kvöld. Fyrir aftan sést í ferjuna Baldur. Egill Aðalsteinsson Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk. Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk.
Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22