Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:49 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Daníel Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður. Vinnumarkaður Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður.
Vinnumarkaður Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira