Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 10:46 Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu og hafa hann og stjórn fyrirtækisins gengið frá samkomulagi um starfslok. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að Birgir hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í júní 2019 og hafi „frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórnendateymi, stýrt félaginu í gegnum mikið og farsælt umbreytingaferli. Tekist hefur að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og skapa því sterkari stöðu til framtíðar. Þá hefur þjónusta Póstsins verið bætt og aukin. Framundan eru áframhaldandi krefjandi og ný verkefni hjá Íslandspósti en Birgir mun gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn,“ eins og segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstri Íslandspósts og að það hafi verið heiður að takast á við krefjandi verkefni með öflugum hópi starfsmanna um allt land. „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hlakka mikið til að sjá Póstinn blómstra sem aldrei fyrr í höndunum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Birgir. Birgir greinir jafnframt frá þessu með pistli á Facebooksíðu sinni. Þar endurtekur hann að þetta hafi verði frábært verkefni en rétti tíminn til að skipta um við stýrið, eins og hann orðar það: „Stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið og svo það sé bara sagt hreint út, pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins. Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“ Í dag er tilkynnt um það að ég hef sagt starfi mínu lausu hjá Póstinum. Ég hafði það að markmiði þegar ég kom til...Posted by Birgir Jónsson on Mánudagur, 2. nóvember 2020 Pósturinn Vistaskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu og hafa hann og stjórn fyrirtækisins gengið frá samkomulagi um starfslok. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að Birgir hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í júní 2019 og hafi „frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórnendateymi, stýrt félaginu í gegnum mikið og farsælt umbreytingaferli. Tekist hefur að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og skapa því sterkari stöðu til framtíðar. Þá hefur þjónusta Póstsins verið bætt og aukin. Framundan eru áframhaldandi krefjandi og ný verkefni hjá Íslandspósti en Birgir mun gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn,“ eins og segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstri Íslandspósts og að það hafi verið heiður að takast á við krefjandi verkefni með öflugum hópi starfsmanna um allt land. „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hlakka mikið til að sjá Póstinn blómstra sem aldrei fyrr í höndunum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Birgir. Birgir greinir jafnframt frá þessu með pistli á Facebooksíðu sinni. Þar endurtekur hann að þetta hafi verði frábært verkefni en rétti tíminn til að skipta um við stýrið, eins og hann orðar það: „Stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið og svo það sé bara sagt hreint út, pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins. Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“ Í dag er tilkynnt um það að ég hef sagt starfi mínu lausu hjá Póstinum. Ég hafði það að markmiði þegar ég kom til...Posted by Birgir Jónsson on Mánudagur, 2. nóvember 2020
Pósturinn Vistaskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira