Viðskipti innlent

Uppsagnir hjá Lands­bankanum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fleiri uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar.
Fleiri uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar. Vísir/Vilhelm

Sjö manns hefur verið sagt upp í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Landsbankanum. Fleiri uppsagnir eru ekki í kortunum hjá bankanum.

Þetta staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, í samtali við Vísi.

„Í tengslum við skipulagsbreytingar láta sjö starfsmenn bankans af störfum. Um er að ræða starfsfólk á ýmsum sviðum bankans,“ segir Rúnar. 

Hann segir að frekari uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar hjá bankanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×