Viðskipti innlent

Kanna mögu­leikann á að flytja út vetni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, seg­ir að markaður fyrir grænt vetni á meginlandi Evrópu verði án efa gríðarstór í fyllingu tímans.
Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, seg­ir að markaður fyrir grænt vetni á meginlandi Evrópu verði án efa gríðarstór í fyllingu tímans. Vísir/Vilhelm

Svo gæti farið að vetni framleitt hér á landi verði að útflutningsvöru en Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um að farið skuli í forskoðun á fýsileika þess að flytja út grænt vetni. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Yfirlýsingin felur í sér að aðilarnir deili þekkingu og reynslu með það í huga að finna flöt á samvinnu og leita tækifæra í vetnismálum, eins og það er orðað í blaðinu.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, seg­ir í samtali við blaðið að markaður fyrir grænt vetni á meginlandi Evrópu verði án efa gríðarstór í fyllingu tímans og að samkomulagið muni gera Landsvirkjun kleift að fylgjast með þeirri þróun og taka þátt frá upphafi.

Þá segir að Rotter­da­mhöfn sé stærsta höfn Evr­ópu og ein mik­il­væg­asta orku­höfn í heimi og að hafnafyfirvöld þar hafi sett fram metnaðarfull áform í þessum efnum en í þeim felst meðal annars að Rotterdam verði verði aðal­inn­flutn­ings­höfn fyr­ir vetni til orku­kaup­enda í Evr­ópu.

Hol­lensk yf­ir­völd muni hafa falið Rotterdamhöfn að kort­leggja hvar hægt væri að finna grænt vetni og því hafi bönd­in borist að Íslandi, segir enn fremur í blaðinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,11
26
4.823.983
EIM
1,35
2
22.525
TM
0,79
1
1.500
SIMINN
0,41
1
1.000
ICEAIR
0,34
5
598

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,19
7
84.907
MAREL
-2,09
18
164.246
FESTI
-1,13
2
26.356
BRIM
-0,91
1
27.250
ORIGO
-0,5
1
2.002
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.