Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2020 18:40 Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49