Viðskipti innlent

Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim

Birgir Olgeirsson skrifar

Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs.

Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar.

„Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.

Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann.

Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már

„Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur.

Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst.

„Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“

Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði?

„Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“

Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum.

„Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,51
8
12.443
ARION
3,14
50
1.071.334
KVIKA
2,7
31
455.882
ICESEA
2,41
5
28.358
REITIR
2,14
11
87.336

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-0,98
5
16.057
LEQ
-0,53
1
1.531
SKEL
0
5
9.145
SJOVA
0
7
34.847
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.