Viðskipti innlent

Vara við grímum sem „veita litla sem enga vörn“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A.
Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A. Neytendastofa

Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. 

Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar.

Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. 

„Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu.

Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar.

Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum.

Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu.

Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,51
8
12.443
ARION
3,14
50
1.071.334
KVIKA
2,7
31
455.882
ICESEA
2,41
5
28.358
REITIR
2,14
11
87.336

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-0,98
5
16.057
LEQ
-0,53
1
1.531
SKEL
0
5
9.145
SJOVA
0
7
34.847
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.