Viðskipti innlent

Feðgar endur­reisa Ís­lensku aug­lýsinga­stofuna eftir gjald­þrot

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson.
Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson. Aðsend

Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson hafa keypt vörumerki og eignir Íslensku auglýsingastofunnar sem nýlega var tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þormóður á langan feril að baki í rekstri auglýsingastofa, að því er segir í tilkynningu, og hyggst sækja liðsauka til „reynslubolta í faginu og yngra fólks sem nú þegar hefur gert sig gildandi á sviði markaðs- og kynningarstarfs“ við endurreisn Íslensku auglýsingastofunnar.

Baldvin er með BA gráðu í auglýsingagerð og hefur að undanförnu starfað sem markaðsráðgjafi og hugmyndasmiður hjá dönsku auglýsingastofunni Thank You Studio.

Þeir feðgar Baldvin og Þormóður hafa þegar tekið til starfa undir merkjum Íslensku auglýsingastofunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði rekin undir óbreyttu nafni í húsnæði stofunnar síðustu árin við Bræðraborgarstíg.

Samningur um kaupin var undirritaður hjá skiptastjóra þrotabúsins í dag. Hið keypta er vörumerki og viðskiptavild Íslensku auglýsingastofunnar ásamt tölvu- og húsbúnaði, fullum aðgangi að vistuðum gögnum og verkefnum stofunnar og öðru sem fyrirtækinu fylgir. Andvirði hins selda er trúnaðarmál enn sem komið er, að því er fram kemur í tilkynningu.

Næstu daga verður ráðist í að ráða starfsfólk og endurvekja eins og kostur er viðskiptasambönd við fyrirtæki sem Íslenska auglýsingastofan þjónustaði fram að gjaldþrotinu, auk öflun nýrra viðskiptavina.

Haft er eftir Þormóði í tilkynningu að það sé ögrandi verkefni að taka við „þeim kyndli sem Íslenska auglýsingastofan hefur haldið á lofti í leiðandi hlutverki sínu á auglýsingamarkaðnum um langt árabil.“ Hann telji mikil verðmæti fólgin í vörumerkinu og eignum þess.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,12
77
249.451
SIMINN
2,53
8
157.965
ARION
1,16
36
324.622
BRIM
1,11
1
995
HAGA
0,88
8
126.654

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-0,88
7
107.501
SYN
-0,54
2
2.113
LEQ
-0,27
5
27.210
SKEL
0
1
3.960
ORIGO
0
1
1.901
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.