Erlent

Deilur milli ríkis og höfuð­borgar á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 11 þúsund ný tilfelli veirunnar greindust á Spáni í gær og var tæpur helmingur þeirra í höfuðborginni Madríd.
Rúmlega 11 þúsund ný tilfelli veirunnar greindust á Spáni í gær og var tæpur helmingur þeirra í höfuðborginni Madríd. Getty

Deilur hafa blossað upp á milli ríkisstjórnar Spánar og stjórnvalda í höfuðborginni Madrid og nágrennis vegna kórónuveirufaraldursins.

BBC segir frá því að höfuðborgin og níu aðliggjandi borgir og bæir hafi fengið fyrirskipun um að grípa til harðra aðgerða til að sporna við útbreiðslu veirunnar en hún er í mikilli útbreiðslu á þessu svæði um þessar mundir.

Ríkisstjórnin gaf sveitarfélögunum tvo sólarhringa til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd en sveitarstjórar á svæðinu vilja meina að reglurnar séu ekki bindandi og að heilbrigðisráðuneytið geti ekki fyrirskipað svo harðar reglur sem myndu gera fólki mjög erfitt fyrir að ferðast á milli hverfa í Madríd.

Rúmlega 11 þúsund ný tilfelli veirunnar greindust á Spáni í gær og var tæpur helmingur þeirra í höfuðborginni Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×