Viðskipti innlent

Gildi er stærsti hluthafinn í Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum.
Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm

Gildi - Lífeyrissjóður er stærsti einstaki hluthafinn í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins.

Þetta kemur fram í uppfærðum lista frá Icelandair yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins eftir útboðið. Röðunin hefu breyst nokkuð frá því að félagið gaf út sambærilegan lista fyrr í dag, en hlutur Landsbankans hefur minnkað.

Er það skýrt með að gengið hafi verið frá stórum viðskiptum eftir að listinn var birtur að því er segir í tilkynningu frá Icelandair. Þar er einnig settur sá fyrirvari að enn kunni að vera til staðar viðskipti sem séu ófrágengin.

Á þetta einkum við um ríkisbankana tvo, Íslandsbanka og Landsbanka sem voru í tveimur af efstu þremur sætunum á umræddum fyrri lista yfir stærstu hluthafa félagsins. Á nýja listanum er Íslandsbanki í öðru sæti með 6,55 prósenta hlut en Landsbankinn hefur færst í fimmta sæti með 4,35 prósenta hlut

Líkt og kom fram í frétt Vísis frá því fyrr í dag er líklegt að þessir stóru hlutir ríkisbankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin.

Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 54,11 prósenta hlut en fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafarnir sameiginlega 75 prósent í Icelandair.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.