Handbolti

Í liði umferðarinnar eftir fyrsta leikinn í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson stimplaði sig hressilega inn í frönsku úrvalsdeildina í handbolta með góðri frammistöðu gegn meisturum Paris Saint-Germain.
Kristján Örn Kristjánsson stimplaði sig hressilega inn í frönsku úrvalsdeildina í handbolta með góðri frammistöðu gegn meisturum Paris Saint-Germain. vísir/bára

Kristján Örn Kristjánsson var valinn í lið 1. umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fyrir frammistöðu sína í 34-31 tapi Pays d'Aix fyrir meisturum Paris Saint-Germain um helgina.

Kristján skoraði sjö mörk úr níu skotum í sínum fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni. Frammistaðan skilaði honum í lið umferðarinnar hjá L'Équipe. Þar er hann í góðum félagsskap, m.a. með Nikola Karabatic, leikmanni PSG.

Lið 1. umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar hjá L'Équipe.

Kristján, sem er uppalinn hjá Fjölni, gekk í raðir Pays d'Aix frá ÍBV í sumar. Hann lék með Eyjamönnum í tvö ár og varð bikarmeistari með þeim á síðasta tímabili.

Hann var í hópi markahæstu leikmanna Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Hann skoraði 125 í nítján leikjum.

Kristján hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Hann var í íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann brons á HM 2015.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.