Viðskipti innlent

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lilja Ósk Snorradóttir, nýkjörinn formaður SÍK.
Lilja Ósk Snorradóttir, nýkjörinn formaður SÍK. Samtök iðnaðarins

Lilja Ósk Snorradóttir var í gær kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, fyrst kvenna síðan SÍK sameinaðist Framleiðendafélaginu árið 2000. Lilja Ósk tekur við embættinu af Kristni Þórðarsyni sem hefur sinnt hlutverkinu síðastliðin fjögur ár en hann mun sitja áfram í stjórn sambandsins.

Lilja er meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus og hefur verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2010. Hún hefur yfir tuttugu ára reynslu úr kvikmyndabransanum og hefur framleitt og meðframleitt fjölda kvikmynda sem margar hverjar hafa unnið til kvikmyndaverðlauna um allan heim.

Á fundinum voru einnig kjörin í stjórn sambandsins Hilmar Sigurðsson frá SagaFilm, IngaLind Karlsdóttir frá Skot Productions, Kristtinn Þórðarson frá Biggest Deal og Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
0,12
17
309.567

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,26
10
16.774
ICEAIR
-4,21
32
29.111
MAREL
-3,67
27
228.409
EIK
-3,05
7
70.950
ICESEA
-2,79
7
105.175
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.