Körfubolti

Lakers einum sigri frá fyrsta úrslitaeinvíginu í áratug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Davis og LeBron James drógu vagninn fyrir Los Angeles Lakers í nótt.
Anthony Davis og LeBron James drógu vagninn fyrir Los Angeles Lakers í nótt. getty/AAron Ontiveroz

Los Angeles Lakers er einum sigri frá því að komast í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Lakers vann Denver Nuggets, 108-114, í nótt og er 3-1 yfir í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Denver lenti líka 3-1 undir gegn Utah Jazz og Los Angeles Clippers í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar en kom til baka. Liðið þarf nú að endurtaka leikinn gegn Lakers.

Anthony Davis skoraði 34 stig fyrir Lakers og LeBron James var með 26 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar.

Dwight Howard, sem var í byrjunarliði Lakers í fyrsta sinn í úrslitakeppninni, skoraði tólf stig og tók ellefu fráköst, þar af sex sóknarfráköst. Lakers skoraði 25 stig eftir sóknarfráköst gegn aðeins fimm hjá Denver.

Jamal Murray skoraði 32 stig fyrir Denver og gaf átta stoðsendingar. Jerami Grant var með sautján stig og Nikola Jokic sextán.

Fimmti leikur liðanna fer fram aðfaranótt sunnudags og með sigri tryggir Lakers sér sæti í úrslitum.

NBA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.