Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35
Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20
Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39