Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 11:34 Rúmlega fimm þúsund manns búsett hér á landi eru í viðskiptum hjá Novis. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér. Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér.
Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira