Viðskipti innlent

Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bakarí Jóa Fel nutu mikilla vinsælda um árabil en undanfarin ár virðist hafa farið að halla undan fæti.
Bakarí Jóa Fel nutu mikilla vinsælda um árabil en undanfarin ár virðist hafa farið að halla undan fæti.

Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað.

Eins og fram hefur komið hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna lagt fram kröfu um gjaldþrot fyrirtækisins vegna vangoldinna iðgjalda. Þá segjast fyrrverandi starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf eftir að laun voru ekki greidd samkvæmt kjarasamningi.

Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu

Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað.

Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið.

Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðu símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur.

Allt óljóst

Bakarinn er fámáll í samtölum við DV og Mannlíf í morgun þar sem hann segist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það sé óljóst.

„Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“

Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot.

Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur.


Tengdar fréttir

LIVE krefst gjald­þrot­a­skipt­a Jóa Fel

Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.