Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. september 2020 09:05 Elon Musk bættist á dögunum við þann hóp forstjóra stórfyrirtækja sem velta fyrir sér hversu mikið gagn er af háskólagráðu fyrir atvinnulífið. Vísir/Getty Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars. Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars.
Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00