Körfubolti

Sigrún Sjöfn: Töluðum um að gera þetta sem lið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fann sig vel í kvöld.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fann sig vel í kvöld. vísir/bára

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, var að vonum ánægð með sigur Skallagríms á Val í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta í kvöld. Skallagrímur vann 74-68 sigur á Valskonum í Borgarnesi.

„Leikurinn var kaflaskiptur, við erum tiltölulega nýkomnar allar saman þannig að við erum mjög ryðgaðar, það var greinilegt í upphafi leiks að þær voru betur slípaðar saman en við,“ sagði Sigrún en Valskonur voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn í Fjósinu í kvöld.

„Svo töluðum við saman í hálfleik og þetta gekk betur, við fórum að spila betur sem lið.“

Það var greinilegt að það small eitthvað saman í hálfleiknum því Skallagrímskonur komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og settu 10 stig á fyrstu mínútunni.

„Það small. Við vorum með aukasendinguna opna, það var svolítið um einstaklingsframtök og allir að reyna að sanna sig og sýna sig. Við töluðum saman um að hætta að líta í eigin barm og gera þetta sem lið.“

„Guðrún benti okkur á hvað væri opið og það small þarna fyrstu mínútuna. Svo duttum við aðeins niður aftur en það hafðist.“

Deildarkeppnin í Domino's deild kvenna hefst eftir aðeins þrjá daga og veitir sigurinn Sköllunum byr undir báða vængi.

„Þetta gefur okkur sjálfstraust í tímabilið sem fram undan er, en þetta gefur okkur ekki neitt í deildinni,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.