Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 13:00 Tiktok er vinsælt myndbandadeiliforrit. Bandarísk stjórnvöld saka það um að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn fyrir Kína. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega. Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega.
Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira