Ys og þys á fasteignamarkaði í júlí Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2020 09:32 Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Vísir/vilhelm Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafa ekki verið fleiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í septemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að sömu sögu sé að segja um skammtímavísi HMS – það er fjöldi íbúða sem teknar eru úr sölu – þar sem má sjá mikla aukningu þriðja mánuðinn í röð. Sé litið til seinustu þriggja mánaða hafa 24 prósent fleiri íbúðir verið teknar úr sölu miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar sé mesta aukningin meðal nýrra íbúða en þar hafi fjöldinn milli ára dregist saman um 56 prósent. „Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu í júlí tók að jafnaði 43 daga að selja fjölbýli og 50 daga að selja sérbýli sem er í báðum tilfellum lægra en hefur mælst frá upphafi mælinga í byrjun árs 2013. HMS Tólf mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs jókst þó nokkuð milli mánaða samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta en í júlí mældist hann 7,4% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess og 9,1% annars staðar á landinu. Með pöruðum viðskiptum er átt við muninn á kaupverði fasteignar þegar hún er seld öðru sinni,“ segir í tilkynningu. Metmánuður á metmánuð ofan Þá segir ennfremur í skýslunni að ekkert lát sé á vexti bankanna til heimila. „Frá því í apríl á þessu ári hafa hver metin verið slegin á fætur öðru í útlánum til einstaklinga. Sömu þróun er að sjá og undanfarna mánuði þar sem nánast öll ný útlán eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum. Aldrei hafa fleiri slík lán verið gefin út og í júlí síðastliðnum, þar sem hrein ný óverðtryggð lán hjá bönkunum á breytilegum vöxtum námu rúmlega 45 milljörðum króna,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafa ekki verið fleiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í septemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að sömu sögu sé að segja um skammtímavísi HMS – það er fjöldi íbúða sem teknar eru úr sölu – þar sem má sjá mikla aukningu þriðja mánuðinn í röð. Sé litið til seinustu þriggja mánaða hafa 24 prósent fleiri íbúðir verið teknar úr sölu miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar sé mesta aukningin meðal nýrra íbúða en þar hafi fjöldinn milli ára dregist saman um 56 prósent. „Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu í júlí tók að jafnaði 43 daga að selja fjölbýli og 50 daga að selja sérbýli sem er í báðum tilfellum lægra en hefur mælst frá upphafi mælinga í byrjun árs 2013. HMS Tólf mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs jókst þó nokkuð milli mánaða samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta en í júlí mældist hann 7,4% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess og 9,1% annars staðar á landinu. Með pöruðum viðskiptum er átt við muninn á kaupverði fasteignar þegar hún er seld öðru sinni,“ segir í tilkynningu. Metmánuður á metmánuð ofan Þá segir ennfremur í skýslunni að ekkert lát sé á vexti bankanna til heimila. „Frá því í apríl á þessu ári hafa hver metin verið slegin á fætur öðru í útlánum til einstaklinga. Sömu þróun er að sjá og undanfarna mánuði þar sem nánast öll ný útlán eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum. Aldrei hafa fleiri slík lán verið gefin út og í júlí síðastliðnum, þar sem hrein ný óverðtryggð lán hjá bönkunum á breytilegum vöxtum námu rúmlega 45 milljörðum króna,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira