Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira