Viðskipti innlent

Gunnar, Hugrún og Sig­rún til starfa hjá nýju sveitar­fé­lagi

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Valur Steindórsson, Hugrún Hjálmarsdóttir og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir.
Gunnar Valur Steindórsson, Hugrún Hjálmarsdóttir og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir. Aðsendar

Hugrún Hjálmarsdóttir, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Gunnar Valur Steindórsson hafa verið ráðin til starfa hjá nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Sveitarfélagið samanstendur af Borgarfjarðarhrepp, Djúpavogshrepp, Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað. Enn liggur ekki fyrir hvert nafn sveitarfélagsins verður, en Múlaþing hlaut flest atkvæði í ráðgefandi íbúakosningu. Það er ný sveitarstjórn sem mun taka endanlega ákvörðun um nafnið, en kosið verður til hennar 19. september næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Hugrún taki við starfi framkvæmda- og umhverfsstjóra.

„Hún hefur starfað sem stjórnandi hjá verkfræðistofunni Eflu á Austurlandi síðastliðin 6 ár. Hún er jafnframt meðeigandi í Eflu og tók nýlega sæti í stjórn fyrirtækisins. Hugrún lauk meistaranámi í byggingaverkfræði frá DTU árið 2002 og BS gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998.

Sigrún tekur við starfi verkefnastjóra mannauðsmála í sameinuðu sveitarfélagi. Áður starfaði Sigrún sem fjármálastjóri hjá INNI fasteignasölu á Egilsstöðum. Hún var um árabil stöðvarstjóri á N1 á Egilsstöðum. Sigrún lauk meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsstjórnun frá HA árið 2008. Þar að auki hefur Sigrún lokið námi í kennslufræði til kennsluréttinda frá HA og löggildingarnámi fyrir fasteigna- og skipasala.

Gunnar Valur tekur við stöðu verkefnastjóra rafrænnar þróunar og þjónustu. Undanfarin 15 ár hefur Gunnar starfað sem verkefnastjóri og sérfræðingur í tölvudeild Eimskipa. Áður starfaði hann sem vefstjóri í kynningardeild Eimskips og sem grafískur hönnuður hjá Icelandcomplete. Gunnar Valur lauk námi í Iðnhönnun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000. Hann lauk námi frá Margmiðlunarskólanum í Multimedia design árið 2003 og lagði stund á nám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2016,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×