Handbolti

Sveinn hafði betur gegn Elvari Erni | Ólafur skoraði sex

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Jóhannsson lék með ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku.
Sveinn Jóhannsson lék með ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Vísir/Bára

Danska úrvalsdeildin í handbolta er að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónufaraldursins. Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson og félagar í SønderjyskE hefja tímabilið af miklum krafti en þeir unnu öruggan tíu marka sigur á Skjern í kvöld, lokatölur 33-23.

Elvar Örn Jónsson leikur með Skjern.

SønderjyskE höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda. Voru þeir sex mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-10. Elvar Örn og félagar komust lítt áleiðis í þeim síðari og lauk leiknum eins og áður sagði með tíu marka sigri.

Sveinn skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir SønderjyskE á meðan Elvar Örn skoraði fjögur mörk fyrir Skjern.

Þá skoraði Óskar Ólafsson sex mörk er Drammen vann 3-1 sigur á Nærbø á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Drammen hefur unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×