Viðskipti innlent

Vara við neyslu á orkustykkjum úr Costco

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þau sem keypt hafa Eat Natural-stykki með jarðhnetum og möndlum frá því í mars eiga að hafa varann á.
Þau sem keypt hafa Eat Natural-stykki með jarðhnetum og möndlum frá því í mars eiga að hafa varann á. Vísir/Hanna

Orkustykki sem Costco hefur flutt til landsins hafa verið innkölluð vegna hættu á salmonellu. Matvælastofnun varar við neyslu á stykkjunum og hefur Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis aðstoðað Costco við að vara viðskiptavini þess við stykkjunum.

Stykkin bera heitið Eat Natural og eru framleidd af breska fyrirtækinu Hand2Mouth. Þau eru til í mörgum bragðtegundum en aðeins hefur örlað á salmonellu í „Brazil & sultana“ með jarðhnetum og möndlum. Öll þau sem keypt hafa umrædd orkustykki frá 1. mars eru beðin um að hafa varann á og skila þeim til Costco í Kauptúni.

Umrædd orkustykki sem nú hafa verið innkölluð vegna mögulegrar salmonellu sýkingar.

Salmonellusýkinging er rakin til hráefnisverksmiðju birgis. Salmonella er lífvera sem getur valdið alvarlegum sýkingum og stundum haft alvarlegar afleiðingar hjá ungum börnum, veikburða eða öldruðu fólki og öðrum með veikt ónæmiskerfi. 

Flestir heilbrigðir einstaklingar sem fá salmonellu-sýkingu veikjast ekki, en þeir sem sýna einkenni ná sér á nokkrum dögum án sérstakrar meðferðar.

Nánari upplýsingar um vöruna:

  • Vara: Brazil & sultana með jarðhnetum og möndlum
  • Vörumerki: Eat Natural
  • Stærð og strikanúmer:
  • 35g stk. 96003787
  • 4x 35g pakki 5013803666712
  • 50g stk. 50676262
  • 3x 50g pakki 5013803666149
  • 12x 50g kassi 50138803621247
  • 20x 50g ýmsar tegundir 5013803666385
  • Best fyrir: ÁGÚ 2020, SEP 2020, OKT 2020, NÓV 2020, DES 2020, JAN 2021, FEB 2021, MAR 2021, APR 2021, MAÍ 2021, JÚN 2021, JÚL 2021
  • Dreifing: Verslun Costco




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×