Viðskipti innlent

Ólafs­son gin fékk gull­verð­­laun í á­­fengis­­keppni IWSC

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Jón Agnarsson er framkvæmdastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins.
Arnar Jón Agnarsson er framkvæmdastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins. Aðsendar

Ólafsson gin fékk á dögunum gullverðlaun í keppninni The International Wine and Spirit Competition (IWSC). Í tilkynningu kemur fram að þetta sé fyrsti áfengi drykkurinn frá Íslandi sem nái að landa gullverðlaun í keppninni sem hefur verið haldin frá árinu 1969.

Á heimasíðu keppninnar kemur fram að drykkjum eru gefin stig, allt að hundrað, og fá þeir drykkir sem skora á bilinu 95 til 100 gull. Engin takmörk eru fyrir því hve margir drykkir sem skráðir eru til leiks fá gull, en Ólafsson ginið fékk 95 stig frá dómurum og hreppti því gullverðlaun.

Skjáskot af síðu IWSC.

Drykkir sem fá á bilinu 90 til 94 stig fá silfur, og 85 til 89 stig frá brons. „Reyka vodka hefur áður hlotið silfurverðlaun IWSC, Stuðlaberg gin fékk silfurverðlaun í ár og í fyrra fékk Marberg gin bronsverðlaun,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Arnari Jóni Agnarssyni, framkvæmdastjóra Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins að þeir séu í skýjum með verðlaunin. „Hærra verður varla komist.“

Ólafsson ginið kom á markað hér á Íslandi í byrjun mars á þessu ári. „Ólafsson er nú sjöunda mest selda gintegundin í verslunum ÁTVR sem hefur glatt okkur mikið því Íslendingar eru upp til hópa miklir ginunnendur,“ segir Arnar Jón og bætir við að stefnt sé á að fara með ginið á alþjóðlegan markað.

Ólafsson ginið heitir í höfuðið á 18. aldar skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni og eru íslenskar jurtir og vatn í stórum hlutverkum í drykknum, það því er fram kemur í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×