Handbolti

Ágúst Elí og Þráinn Orri í sigurliðum gegn löndum sínum

Sindri Sverrisson skrifar
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í dag en það dugði Skjern skammt.
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í dag en það dugði Skjern skammt. vísir/epa

Bjerringbro-Silkeborg skapaði sér fjögurra stiga forskot á Skjern með 28-25 sigri þegar þessi tvö Íslendingalið mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í Svíþjóð fagnaði Ágúst Elí Björgvinsson í Íslendingaslag.

Björgvin Páll Gústavsson varði eitt af sex skotum sem hann fékk á sig þann tíma sem hann varði mark Skjern. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk úr sjö skotum en Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro-Silkeborg. Skjern er því áfram í 6. sæti með 23 stig en Bjerringbro-Silkeborg með 27 stig í 4. sæti, stigi á eftir GOG og tveimur stigum á eftir Holstebro.

Ágúst Elí Björgvinsson fagnaði sigri með Sävehof gegn Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni, 26-23. Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad en liðið er án fyrirliðans Ólafs Guðmundssonar vegna meiðsla. Sävehof er nú með 32 stig í 5.-6. sæti en Kristianstad er með 38 stig í 3. sætinu, fjórum stigum á eftir toppliði Alingsås.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×