Lífið

Annar stofn­enda Mazzy Star er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
David Roback í þætti Jimmy Fallon árið 2013.
David Roback í þætti Jimmy Fallon árið 2013. Getty

David Roback, annar stofnenda bandarísku rokksveitarinnar Mazzy Star, er látinn, 61 árs að aldri.

Roback samdi og útsetti öll lög sveitarinnar í félagi við Hope Sandoval, þar á meðal vinsælustu lög sveitarinnar Fade Into You, Flowers In December og Into Dust

Áður en Roback og Sandoval stofnuðu sveitina var hann mjög virkur í tónlistarsenu Los Angeles borgar þar sem hann spilaði með sveitunum Rain Parade og Opal.

Mazzy Star gaf út þrjár plötur á tíunda áratugnum og átti sér tryggan aðdáendahóp, þó að sveitin hafi ekki mikið komið fram á tónleikum í samanburði við margar aðrar sveitir.

Lagið Fade Into You af plötunni So Tonight That I Might See naut mestra vinsælda af lögum Mazzy Star, en lagið var sérstaklega til umræðu eftir útgáfu nýjustu plötu söngkonunnar Taylor Swift, en titillag hennar, Lover, þykir svipa mjög til lagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.