Viðskipti innlent

Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðilar sem koma að verkefninu telja vanta 2,5 milljarða fjárveitingu í Akureyrarflugvöll. Ekki aðeins með tilliti til fjölda ferðamanna heldur sömuleiðis öryggis.
Aðilar sem koma að verkefninu telja vanta 2,5 milljarða fjárveitingu í Akureyrarflugvöll. Ekki aðeins með tilliti til fjölda ferðamanna heldur sömuleiðis öryggis. Vísir/Vilhelm

Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. Fjársveltur Akureyrarflugvöllur sé helsta hindrunin. Mikil vonbrigði sé að ekki sé gert ráð fyrir fjárfestingum í flugvellinum í samgönguáætlun.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun en meginaðstandendur verkefnsins eru Samherji, Höldur og Norlandair. Þorvaldur segir að reynsla annarra flugfélaga sem hafa flogið á milli Akureyrar og Evrópu sýni að eftirspurnin sé til staðar. Upptökusvæðið fyrir norðan sé á pari við Færeyjar þaðan sem boðið sé upp á að lágmarki fjögur millilandaflug á dag.

Niceair treystir á að ferðahegðun heimamanna fyrir norðan breytist hratt. Norðanmenn þurfi nú að aka í fimm til níu klukkustundir til að komast í millilandaflug í Keflavík og gista jafnvel eina til tvær nætur á leiðinni. Einn til tveir vinnudagar fari í þann hluta ferðalagsins að koma sér til Keflavíkur.

Þorvaldur boðar frekari tíðindi af Niceair í apríl.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×