Viðskipti innlent

Bein útsending: Viðskiptaþing

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Framsögufólk Viðskiptaþingsins 2020.
Framsögufólk Viðskiptaþingsins 2020.

Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands verður sett í Hörpu í dag klukkan 13. Sýnt verður beint frá ræðum fráfarandi formanns ráðsins og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Útsendinguna má sjá hér að neðan.

Umhverfismál verða í brennidepli á viðskiptaþinginu í ár, sem ber yfirskriftina „Á grænu ljósi -fjárfestingar og framfarir án fótspors.“ Þar verður hlutur viðskiptalífsins í baráttunni við loftslagsbreytingar í brennidepli - „nýsköpun og framfarir [þess] í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni,“ eins og það er orðað í kynningarefni þingsins.

Útsendingu frá þinginu má sjá hér að neðan. Undir spilaranum má aukinheldur fræðast um dagskrá þess.

Dagskrá Viðskiptaþings 2020

13:00 Dagskrá byrjar

  • Ávarp formanns - Katrín Olga Jóhannesdóttir fráfarandi formaður Viðskiptaráðs
  • Ávarp forsætisráðherra - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • Charting a Green Path for Iceland – Klemens Hjartar, McKinsey & Co.
  • Úr gráu yfir í grænt – Andri Guðmundsson
  • Mikilvægi nýrra mælikvarða á árangur fyrirtækja - Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir

14:35 Hlé

  • The Sustainable 2020s: The Best of Times, The Worst of Times - Roelfien Kuijpers, DWS
  • A Brave New World – Sasja Beslik, Bank J. Safra Sarasin Ltd.

Fundarstjóri er Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs


Tengdar fréttir

Ari tekur við formennsku af Katrínu Olgu

Ari Fenger er nýr forstjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann var sjálfkjörinn á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Hann tekur við starfinu af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin fjögur ár. Þá koma sautján nýir inn í stjórn VÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
1,35
3
14.758
HEIMA
0,69
3
5.543
ARION
0,55
9
5.379

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-5,68
20
21.648
TM
-4,48
4
35.014
ICESEA
-3,21
3
572
EIK
-3,12
6
37.579
ORIGO
-2,8
3
8.701
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.