Viðskipti innlent

Jón Gunnar tekur við fram­kvæmda­stjóra­stöðunni hjá Mussila

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnar Þórðarson hefur starfað sem markaðsstjóri Mussina síðastliðin tvö ár.
Jón Gunnar Þórðarson hefur starfað sem markaðsstjóri Mussina síðastliðin tvö ár. Mussila

Jón Gunnar Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila ehf. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri fyrirtækisins síðustu tvö árin og tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur, annars stofnanda félagsins.

Í tilkynningu kemur fram að Jón Gunnar hafi víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og stýringu á teymisvinnu. „Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre London. Jón Gunnar hóf störf hjá Mussila í maí árið 2018 og hefur sinnt stöðu markaðsstjóra. Áður starfaði hann sem leikstjóri og hefur leikstýrt á fjórða tug leikrita á Íslandi og erlendis,“ segir í tilkynningunni.

Stafræn tónlistarkennsla

Mussila ehf hefur sérhæft sig á sviði stafrænnar tónlistarkennslu, en kjarnavara fyrirtækisins er smáforrit sem ber sama heiti og kennir börnum grunnatriði tónlistar í gegnum áskoranir, ævintýri og skapandi leik. 

Í tilkynningu segir að Mussila hafi náð langt á alþjóðamarkaði og unnið á annan tug verðlauna víða um heim. Megi þar nefna Nordic EdTech Awards, Parents´ Choice Awards og nýverið gerði fyrirtækið útgáfusamning við NetEase í Kína.

Kaflaskil í sögu fyrirtækisins

„Nú eru ákveðin kaflaskil í sögu fyrirtækisins þar sem framundan er aukin áhersla á vöxt og ný viðskiptatækifæri og í því sambandi eru gerðar breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Margrét Júlíana mun nú einbeita sér að kynningu á starfsemi Mussila og sinna samskiptum við erlenda fjárfesta og samstarfsaðila.

Jón Gunnar tekur við sem framkvæmdastjóri og mun leiða vöxt og uppbyggingu dreifileiða auk sölu og markaðssetningar erlendis og mun einbeita sér að því að styrkja staðsetningu Mussila á markaði. Jón Gunnar og Hilmar Þór Birgisson núverandi tæknistjóri félagsins og meðstofnandi taka við stjórn á daglegum rekstri, Hilmar Þór sem framleiðslustjóri,“ segir í tilkynningunni.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.