Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2020 20:45 Hér má sjá staðsetningu leitarskipanna síðdegis í dag, samkvæmt korti Hafrannsóknastofnunar. Sex skip eru nú haldin til loðnuleitar, fleiri en nokkru sinni fyrr, en þetta er þriðji leitarleiðangurinn frá áramótum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer fyrir leitinni en jafnframt taka fimm veiðiskip þátt; Hákon EA, Heimaey AK, Polar Amaroq GR, Aðalsteinn Jónsson SU og Börkur NK. Árni Friðriksson leitaði undan Austfjörðum eftir að veiðiskipin luku leiðangri númer tvö. Leitin núna mun einkum beinast að Norðurlandi. Hákon leitar þó á Dohrn-banka á Grænlandssundi en þaðan hafa borist fréttir af loðnu. Fylgjast má með loðnuleitinni á rauntíma á vef Hafrannsóknastofnunar. Loðnudreifing eins og hún var metin þann 9. febrúar. Þéttustu torfurnar, sýndar með rauðum lit, fundust suðvestan Kolbeinseyjar.Kort/Hafrannsóknastofnun. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar gefa loðnutorfur sem fundust undan Norðurlandi í síðasta leiðangri tilefni til hóflegrar bjartsýni, en eftir hann var stærð loðnustofnsins metin 250 þúsund tonn. Það var mun skárra en eftir fyrsta leiðangur, sem mældi stofninn aðeins 64 þúsund tonn. Birkir áætlar að finna þurfi 150 til 200 þúsund tonn til viðbótar svo unnt sé að mæla með veiðum. Hann vonar að niðurstöður liggi fyrir upp úr næstu helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný mæling sýnir 200 þúsund tonna loðnustofn og ákveðið að leita betur Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að halda loðnuleitinni áfram. 10. febrúar 2020 20:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Sex skip eru nú haldin til loðnuleitar, fleiri en nokkru sinni fyrr, en þetta er þriðji leitarleiðangurinn frá áramótum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer fyrir leitinni en jafnframt taka fimm veiðiskip þátt; Hákon EA, Heimaey AK, Polar Amaroq GR, Aðalsteinn Jónsson SU og Börkur NK. Árni Friðriksson leitaði undan Austfjörðum eftir að veiðiskipin luku leiðangri númer tvö. Leitin núna mun einkum beinast að Norðurlandi. Hákon leitar þó á Dohrn-banka á Grænlandssundi en þaðan hafa borist fréttir af loðnu. Fylgjast má með loðnuleitinni á rauntíma á vef Hafrannsóknastofnunar. Loðnudreifing eins og hún var metin þann 9. febrúar. Þéttustu torfurnar, sýndar með rauðum lit, fundust suðvestan Kolbeinseyjar.Kort/Hafrannsóknastofnun. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar gefa loðnutorfur sem fundust undan Norðurlandi í síðasta leiðangri tilefni til hóflegrar bjartsýni, en eftir hann var stærð loðnustofnsins metin 250 þúsund tonn. Það var mun skárra en eftir fyrsta leiðangur, sem mældi stofninn aðeins 64 þúsund tonn. Birkir áætlar að finna þurfi 150 til 200 þúsund tonn til viðbótar svo unnt sé að mæla með veiðum. Hann vonar að niðurstöður liggi fyrir upp úr næstu helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný mæling sýnir 200 þúsund tonna loðnustofn og ákveðið að leita betur Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að halda loðnuleitinni áfram. 10. febrúar 2020 20:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Ný mæling sýnir 200 þúsund tonna loðnustofn og ákveðið að leita betur Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að halda loðnuleitinni áfram. 10. febrúar 2020 20:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15