Viðskipti innlent

Advania í útrás í Danmörku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Advania er ekki fyrsta íslenska fyrirtækið til að horfa til Danmerkur þegar taka á skrefið út fyrir landsteinana.
Advania er ekki fyrsta íslenska fyrirtækið til að horfa til Danmerkur þegar taka á skrefið út fyrir landsteinana. Advania

Advania hefur keypt danska félagið Kompetera og opnar nú starfstöð í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania sem segist nú geta boðið alhliða þjónustu í upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum.

Kaupin á Kompetera eru liður í að efla starfsemi Advania um öll Norðurlönd. Nú getur fyrirtækið boðið alhliða rekstrarþjónustu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Finnlandi. Þrjátíu manns starfa hjá Komepetera en verða nú hluti af starfsliði Advania.

„Með starfsemi í Danmörku höfum við náð markmiði okkar um að verða sannkallað norrænt fyrirtæki og nú stefnum við á að byggja ofan á þann 15% innri vöxt sem varð árið 2019. Það er frábært skref fyrir Advania að geta nú boðið upp á alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum. Ekkert annað félag á þessu sviði getur það. Með kaupum á Kompetera eykst geta og þekking Advania á altækri rekstrar- og skýjaþjónustu til muna og við sjáum mörg tækifæri framundan,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

„Það er hvetjandi innblástur að verða hluti af svo framúrskarandi fyrirtæki sem Advania er. Með okkar nálgun og staðbundnu þekkingu náum við að fylla í lítið en þó mikilvægt skarð á dönskum markaði. Við erum himinlifandi með þetta tækifæri og hlökkum til bjartrar framtíðar saman,“ segir Carstein Weis framkvæmdastjóri Kompetera.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,54
10
39.490
EIM
2,13
2
415
ICEAIR
1,93
52
21.975
VIS
1,63
6
121.858
SJOVA
0,62
2
9.586

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-5
4
85.650
EIK
-2,99
2
1.954
ARION
-2,61
9
54.103
BRIM
-1,72
1
612
REGINN
-1,11
2
62.303
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.