Segjast munu spara hálfan milljarð á ári með byggingu tólf milljarða húss Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 07:47 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Sjá meira