Viðskipti innlent

Verktakafélagið VHE í greiðslustöðvun

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Héraðsdómi Reykjaness.
Frá Héraðsdómi Reykjaness. Vísir

Héraðsdómur Reykjaness hefur veitt verktaka- og þjónustufyrirtækinu VHE ehf. heimild til greiðslustöðvunar. Starfsemi fyrirtækisins er sögð verða að mestu óbreytt en á greiðslustöðvunin verði nýtt til að semja um endurskipulagningu greiðslna skulda félagsins við lánadrottna og eigendur.

Í tilkynningu frá Gunnar Ármannsyni, lögmanni VHE, er beiðnin um greiðslustöðvun rakin til þungra áfalla byggingardeildar félagsins vegna viðskiptavina sem hafa lent í greiðsluvanda á síðustu misserum. Vegna hægari umsvifa í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins hafi VHE þurft að leita í tímabundið greiðsluskjól frá lánadrottnum, meðal annars til að tryggja jafnræði þeirra.

Byggingardeild VHE er sögð innan við fimmtungur af heildarumsvifum fyrirtækisins sem sé stærsta vélasmiðja landsins. Grunnrekstur félagsins og eiginfjárstaða er sögð traust í tilkynningunni.

Um 250 manns starfa hjá VHE auk fjölmargra undirverktaka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×