Formúla 1

Racing Point verður að Aston Martin

Bragi Þórðarson skrifar
Ljóst er að Sergio Perez mun aka fyrir Aston Martin árið 2021. Mexíkó-búinn hefur samning með liðinu til 2022.
Ljóst er að Sergio Perez mun aka fyrir Aston Martin árið 2021. Mexíkó-búinn hefur samning með liðinu til 2022. Getty

Racing Point liðið, sem áður var Force India, mun breytast í Aston Martin Racing árið 2021. Lawrence Stroll, eigandi liðsins, staðfesti þetta í dag eftir að Kanada maðurinn keypti hlut í Aston Martin.

Stroll keypti 16,7 prósent hlut í breska bílaframleiðandanum fyrir tæpa 30 milljarða íslenskra króna. Aston Martin hefur lengi viljað auka þátttöku sína í Formúlu 1 en fyrirtækið hefur verið að styrkja Red Bull liðið síðastliðin ár.

Samningur Stroll við Aston Martin er talin vera til 10 ára, þannig liðið verður í Formúlunni til að minnsta kosti 2031. Þetta verður í fyrsta skiptið síðan 1960 sem Aston Martin keppir sem framleiðandi í Formúlu 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.