Fá vilja fjölmiðlafrumvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:04 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir fjölmiðlafrumvarpinu um miðjan desember eftir langa fæðingu. Vísir/vilhelm Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. Aðeins fjórðungur er þeim hlynntur og næstum 30 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg ef marka má könnun Fréttablaðsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi um miðjan desember. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða hefur ekki síst strandað á andstöðu innan stjórnarliðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa margir lýst efasemdum um núverandi útfærslu málsins, telja hana ekki taka nógu vel á því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hefur á fjölmiðlamarkaði. Þessar efasemdir Sjálfstæðismanna má glöggt lesa úr niðustöðum könnunnar Fréttablaðsins en minnsti stuðningurinn við frumvarpið er einmitt í þeirra röðum. Aðeins 19 prósent þeirra eru fylgjandi frumvarpinu en 55 prósent andvíg. Þá þykir athyglisvert að stuðningurinn við fjölmiðlafrumvarpið meðal Framsóknarmanna sé aðeins 32 prósent, en mennta- og menningarmálaráðherra er úr þeirra röðum. Stuðningurinn við frumvarpið í grasrót þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, er ekki mikið meiri eða um 35 prósent. Í samtali við blaðið segist Lilja geta vel við unað. Hún fagni því að fjórðugur sé málinu fylgjandi og að um 30 prósent hafi ekki enn myndað sér skoðun á málinu. Hún bendir á að sambærilegur stuðningur við einkarekna miðla hafi gefist vel á öðrum Norðurlöndum og vonar að fólk hafi hugrekki til að styðja betur við fjölmiðla landsins. „Lengi hefur verið í umræðunni að fara í aðgerðir en fátt komið fram fyrr en nú,“ segir Lilja. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. Aðeins fjórðungur er þeim hlynntur og næstum 30 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg ef marka má könnun Fréttablaðsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi um miðjan desember. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða hefur ekki síst strandað á andstöðu innan stjórnarliðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa margir lýst efasemdum um núverandi útfærslu málsins, telja hana ekki taka nógu vel á því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hefur á fjölmiðlamarkaði. Þessar efasemdir Sjálfstæðismanna má glöggt lesa úr niðustöðum könnunnar Fréttablaðsins en minnsti stuðningurinn við frumvarpið er einmitt í þeirra röðum. Aðeins 19 prósent þeirra eru fylgjandi frumvarpinu en 55 prósent andvíg. Þá þykir athyglisvert að stuðningurinn við fjölmiðlafrumvarpið meðal Framsóknarmanna sé aðeins 32 prósent, en mennta- og menningarmálaráðherra er úr þeirra röðum. Stuðningurinn við frumvarpið í grasrót þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, er ekki mikið meiri eða um 35 prósent. Í samtali við blaðið segist Lilja geta vel við unað. Hún fagni því að fjórðugur sé málinu fylgjandi og að um 30 prósent hafi ekki enn myndað sér skoðun á málinu. Hún bendir á að sambærilegur stuðningur við einkarekna miðla hafi gefist vel á öðrum Norðurlöndum og vonar að fólk hafi hugrekki til að styðja betur við fjölmiðla landsins. „Lengi hefur verið í umræðunni að fara í aðgerðir en fátt komið fram fyrr en nú,“ segir Lilja.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40
Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20