Viðskipti innlent

Haukur frá Austur­ríki og til Men&Mice

Atli Ísleifsson skrifar
Haukur Gíslason.
Haukur Gíslason. Men&Mice

Haukur Gíslason hefur verið ráðinn sem sviðsstjóri sölu hjá Men&Mice.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hlutverk Hauks verði að leiða stækkandi söluteymi félagsins á alþjóðavísu, en fyrirtækið þróar og selur hugbúnaðarlausnir til stjórnunar á innviðum netkerfa stórra alþjóðlegra fyrirtækja.

„Haukur hefur áratuga reynslu í því að leiða söluteymi til árangurs. Hann flutti nýlega aftur til landsins frá Austurríki en þar starfaði Haukur sem framkvæmdastjóri sölusviðs kortaþjónustufyrirtækisins PXP Financial. Þar áður starfaði Haukur hjá Valitor í sjö ár sem yfirmaður alþjóðasölu og hjá Latabæ þar sem hann sá um sölu og dreifingu á efni til erlendra sjónvarpsstöðva á árunum 2003 til 2010.

Haukur starfaði einnig sem sölustjóri hjá Tal og Flugfélagi Íslands.

Haukur er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og með diplómapróf í samningatækni og leiðtogahæfni frá Harvard háskóla,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.