Viðskipti innlent

Haukur frá Austur­ríki og til Men&Mice

Atli Ísleifsson skrifar
Haukur Gíslason.
Haukur Gíslason. Men&Mice

Haukur Gíslason hefur verið ráðinn sem sviðsstjóri sölu hjá Men&Mice.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hlutverk Hauks verði að leiða stækkandi söluteymi félagsins á alþjóðavísu, en fyrirtækið þróar og selur hugbúnaðarlausnir til stjórnunar á innviðum netkerfa stórra alþjóðlegra fyrirtækja.

„Haukur hefur áratuga reynslu í því að leiða söluteymi til árangurs. Hann flutti nýlega aftur til landsins frá Austurríki en þar starfaði Haukur sem framkvæmdastjóri sölusviðs kortaþjónustufyrirtækisins PXP Financial. Þar áður starfaði Haukur hjá Valitor í sjö ár sem yfirmaður alþjóðasölu og hjá Latabæ þar sem hann sá um sölu og dreifingu á efni til erlendra sjónvarpsstöðva á árunum 2003 til 2010.

Haukur starfaði einnig sem sölustjóri hjá Tal og Flugfélagi Íslands.

Haukur er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og með diplómapróf í samningatækni og leiðtogahæfni frá Harvard háskóla,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.