Atvinnulíf

Atvinnulíf hefur göngu sína á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar

Í dag hefur göngu sína flokkurinn Atvinnulíf á Vísi. Umsjónarmaður Atvinnulífs er Rakel Sveinsdóttir. Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, strauma og stefnur í atvinnulífi, jafnvægi heimilis og vinnu, líðan starfsmanna og fleira sem fólk kljáist við á vinnustöðum og í sínu daglega lífi. 

Fyrirmyndina að efnistökunum má til dæmis sjá hjá erlendum miðlum á borð við BBC Worklife, sem hafa í síauknum mæli fjallað um atvinnulíf í víðu samhengi síðustu ár.

Á miðvikudögum verður eitt málefni tekið fyrir sérstaklega og kafað dýpra í það. Í dag eru það Erfið starfsmannamál. Rætt er við Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun sem útskýrir meðal annars fjórar þekktar staðalmyndir af „erfiðum“ einstaklingum; nöldrara, leyniskyttur, vitringa og einræðisherra.

Þá segir Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, að enn sé nokkuð um það að fólk sé að ekki að segja frá erfiðum málum í vinnunni. Það eigi ekki bara við um metoo-mál.

Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Attendus, segir frá því að yfirmenn eru oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað.

Umsjónarmaður Atvinnulífsins á Vísi, Rakel Sveinsdóttir, hefur fjölþætta reynslu úr íslensku atvinnulífi. Hún var framkvæmdastjóri Creditinfo um árabil, formaður Félags kvenna í atvinnulífi, sat í stjórn Viðskiptaráðs Íslands og fleira. Á miðvikudögum verður hún einnig gestur Bítisins á Bylgjunni og ræðir þar þau mál sem eru efst á baugi. Hægt er að hlusta á viðtalið síðan í morgun hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.