Viðskipti innlent

Greiddi fyrir þrjá­tíu í­búðir með milljarð­sláni og lúxus­í­búð við Vatns­­­stíg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen.
Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen. Alvogen

Róbert Wessmann, eigandi lyfjafyrirtækisins Alvogen, keypti skömmu fyrir áramót tæplega 40 íbúðir í Reykjavík, flestar á svokölluðum RÚV-reit í Efstaleiti, fyrir rúmar 1.800 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá og segir Róbert hafa að hluta greitt fyrir íbúðirnar með 460 milljóna króna þakíbúð sinni á Vatnsstíg.

Róbert keypti íbúðirnar í gegnum félagið Hrjáf ehf., sem hann á í gegnum félagið Aztiq fjárfestingar ehf. Róbert er sagður hafa gengið frá kaupum á sex íbúðum við Frakkastíg og Hverfisgötu í nóvember, alls fyrir 308 milljónir króna. Hrjáf átti fyrir fimmtán íbúðir í umræddum húsum við Frakkastíg og hefur því aukið töluvert umsvif sín á svæðinu.

Vatnsstígur 20-22 er einn þriggja skuggaturna sem standa við sjávarsíðuna.Vísir/Vilhelm

Þá keypti Hrjáf 31 íbúð í nýbyggðum húsum á A-reit á lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Í frétt Fréttablaðsins segir að íbúðirnar standi við Lágaleiti, Efstaleiti og Jaðarleiti og séu allt frá 50 til 120 fermetrar að stærð.

Um kaupverðið á RÚV-reitnum segir að það hafi verið 1.511 milljónir króna. Íbúðirnar hafi verið greiddar með 1.050 milljóna króna láni frá lánastofnun og afgangurinn, 460 milljónir króna, greiddur með lúxusíbúð Róberts við Vatnsstíg 20-22.

Róbert hefur haldið heimili í íbúðinni undanfarin ár. Íbúðin er 314 fermetrar að stærð og á efstu hæð hússins að Vatnsstíg, með útsýni yfir Esjuna. Í frétt Mbl frá árinu 2017 kemur fram að Hrjáf hafi keypt íbúðina af félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi þá um sumarið.

A-reitur sést hér fremst á myndinni.Verkís

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
1,55
9
345.714
EIM
1,42
8
184.858
SJOVA
1,07
25
819.021
ARION
1,05
46
849.456
FESTI
0,63
13
218.031

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,55
6
94.656
EIK
-1,41
3
10.866
ICEAIR
-1,37
60
37.456
SYN
-1,35
7
10.231
SVN
-0,31
36
25.051
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.