Viðskipti innlent

Hótel Skúla á Ásbrú skellir í lás

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm

Base hótel á Ásbrú á Reykjanesi, sem er í eigu félags Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda Wow air, hefur lokað og hætt rekstri. Tilkynnt er um lokunina á vef hótelsins en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Þá hefur blaðið eftir heimildum sínum að öllu starfsfólki hótelsins hafi verið sagt upp störfum í morgun.

Í tilkynningu á vef Base hótel segir að hótelinu hafi verið lokað og eru viðskiptavinir beðnir innilegrar afsökunar á óþægindunum sem lokunin kunni að valda. Þá er bent á hótel og farfuglaheimili í nágrenninu sem viðskiptavinir gætu nýtt sér í stað Base hótels. Því er jafnframt beint til viðskiptavina að hafa samband við bókunaraðila eða kortafyrirtæki sitt vegna endurgreiðslu.

Félagið TF HOT ehf. í eigu Skúla Mogensen rak hótelið sem opnað var sumarið 2016. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins var fasteign félagsins í eigu TF KEF ehf., annars félags í eigu Skúla. Mbl greindi frá því árið 2017 að fjórar fasteignir Skúla í Ásbrúarhverfinu, þar á meðal fasteignir Base hótels, hefðu verið settar í söluferli. Ekki varð þó af sölunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.