Sigur­mark Trezeguet í upp­bótar­tíma skaut Villa í úr­slita­leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Villa fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Villa fagna sigurmarkinu. vísir/getty

Aston Villa er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur á Leicester í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld.

Leicester var mikið sterkari aðilinn í fyrri leik liðanna en staðan var þó jöfn fyrir leik kvöldsins, 1-1.Aftur voru það Leicester sem voru sterkari aðilinn. Þeir þjörmuðu að marki Villa en hinn norski Oerjan Haaskjold Nyland var vel á verði í markinu.Það voru heimamenn í Villa sem komust yfir á tólftu mínútu. Matt Targett skoraði þá eftir laglegan undirbúning Jack Grealish og Villa 1-0 yfir í hálfleik.Kelechi Iheanacho jafnaði metin á 72. mínútu og allt stefndi í framlengingu þegar varamaðurinn Trezeguet skoraði sigurmarkið á 93. mínútu.

Allt ætlaði um koll að keyra á Villa Park þegar flautað var til leiksloka en áhorfendurnir hlupu inn á völlinn.Villa mætir annað hvort Man. City eða Man. United í úrslitaleiknum en þau mætast aftur annað kvöld. City leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.