Leik lokið: Ís­land - Ung­verja­land 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið tapaði seinni hálfleiknum, 15-6.
Íslenska liðið tapaði seinni hálfleiknum, 15-6. vísir/epa

Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 18-24, í síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta. Íslendingar fara stigalausir í milliriðil II en Ungverjar taka tvö stig með sér.Ungverjar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Íslendingar svöruðu með 6-0 kafla. Ísland náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en munurinn að honum loknum var þrjú mörk, 12-9.Seinni hálfleikurinn var svo afleitur af Íslands hálfu. Liðið skoraði aðeins sex mörk gegn 15 mörkum Ungverjalands.Ísland tapaði síðustu 16 mínútum leiksins, 8-1, og tapaði á endanum með sex mörk, 18-24.Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir Íslendinga með fjögur mörk hvor.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.