Handbolti

Þurftu að þrífa fyrir fyrstu æfinguna í Mal­mö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berge og lærisveinar tóku upp kústa á æfingunni í gær.
Berge og lærisveinar tóku upp kústa á æfingunni í gær. vísir/epa

Norska landsliðið er komið til Malmö frá Þrándheimi þar sem þeir spila í milliriðli II á EM í handbolta 2020.

Norska liðið hefur farið vel af stað í mótinu. Þeir koma inn í milliriðilinn með tvö stig eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum.

Þeir fengu hins vegar ekki byrjunina sem þeir óskuðu í gær er þeir æfðu í Malmö í gær því þeir þurftu að byrja á því að hreinsa gólfið.







Sand- og rykkorn voru á gólfinu sem endaði með því að leikmennirnir ásamt sjúkraþjálfarnum Harald Markussen byrjuðu á því að þrífa golfið.

Norski miðillinn NTB greinir frá en þar segir einnig frá því að Christian Berge, landsliðsþjálfari Norges, hafi verið allt annað en sáttur.

Noregur spilar á móti Ungverjalandi í dag en Berge segir að hann hafi reiknað með að þeir myndu mæta Íslandi og því hafi þeir verið tilbúnir með leikgreiningu á Íslandi.

Hann segir að það muni þó bara hjálpa þeim síðar í mótinu en leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×