Leik lokið: Portúgal - Ís­land 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason fagnar sigri í leikslok.
Ýmir Örn Gíslason fagnar sigri í leikslok. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Ísland vann þriggja marka sigur á sterku liði Portúgals, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli II á EM 2020 í dag.Íslendingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust í 2-8 en Portúgalar unnu sig svo inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 12-14, Íslandi í vil.Seinni hálfleikurinn var æsispennandi. Portúgal komst yfir í fyrsta sinn í stöðunni 17-16. Ísland komst þremur mörkum yfir, 19-22, en Portúgal svaraði með þremur mörkum í röð.Íslenska liðið var svo sterkara undir lokin og vann lokakaflann 6-3 og leikinn, 25-28. Ísland er því komið með tvö stig í milliriðli II.Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Aron Pálmarsson fimm mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot (40%) í íslenska markinu.Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á þriðjudaginn.Henry Birgir Gunnarsson er okkar maður í Malmö og hér má sjá hans uppgjör á leiknum.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.