Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 10:15 Niðursveiflan í sölu nýrra bíla á síðasta ári var meiri en búist var við. Vísir/Vilhelm Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%. Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%.
Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent