Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skeljungur greinir frá kaupunum í árshlutauppgjöri sínu í dag.
Skeljungur greinir frá kaupunum í árshlutauppgjöri sínu í dag. skjáskot

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri félagsins sem kynnt var í dag, en það ber meðal annars með sér 274 milljóna króna hagnað Skeljungs á fyrri árshelmingi 2020. 

Í uppgjörinu er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, að kaupin á eignarhlutnum hafi verið skref í þróun á verslunarhluta samstæðunnar. „Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ segir Árni Pétur. 

Hann segir jafnframt að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi fyrir reksturinn. Annar ársfjórðungur hafi litast af áhrifum af COVID-19, samkomubanni, fækkun erlendra ferðamanna og minni umsvifum í hagkerfum Íslands og Færeyja ofan í breytingar á gengi gjaldmiðla, og sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu.

Eins og VB bendir á hafa Gló og Brauð&Co verið í meirihlutaeigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur í gegnum Eyju fjárfestingarfélag. Kaupverðið á fjórðungshlutnum er ekki tilgreint.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×