Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2020 11:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segist ætla að aðgerðir síðustu vikna muni ekki hafa í för með sér teljandi breytingar á rekstri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira